Listnámsnemendur taka þátt í Shorts&Docs og Nordisk Panorama

23/9/2009

  • Listnámshópur

Nemendur á listnámsbraut Borgarholtsskóla standa að skipulagningu sýningar á kvikmyndaverkum eftir ungt fólk í samvinnu við Reykjavík Shorts&Docs og Nordisk Panorama. Sýninguna kalla þau REC og stendur hún yfir frá 25.09-30.09. Markmiðið er að sýna hversu mikil gróska og kraftur er í ungu fólki á þessu sviði og hversu lifandi og hvetjandi skólastarf er í þessari grein í þeim skólum þar sem kvikmyndagerð er kennd. Sýningar fara fram í strætó í Hjarta Reykjavíkur (garðurinn á milli Laugavegar og Hverfisgötu, á bak við gamla skemmtistaðinn Sirkus).


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira