Kynning fyrir foreldra nýnema

21/9/2009

  • Demantur og skóli 2

Borgarholtsskóli bauð foreldrum eða forráðamönnum nýnema upp á kynningarkvöld  fimmtudaginn 17. september. Dagskráin hófst í sal skólans kl. 18:00 með kynningu á starfsemi skólans. Þessu næst flutti Jón Sigfússon hjá Rannsóknum og greiningu erindi sem hann byggði á rannsókn sem hann gerði m.a. hér í skólanum um forvarnir og foreldraáhrif. Eftir að dagskrá í sal lauk fóru foreldrar í kennslustofur til að hitta umsjónarkennara. Það var vel mætt á þetta kynningarkvöld, um 100, umræður voru góðar og það var mál manna að þetta hefði verið gagnlegur fundur.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira