Mentorverkefnið Vinátta FYR103

8/9/2009

  • Mentorverkefnið Vinátta

Vettvangsnám – utan skólastofu

Spennandi heilsársnámskeið skólaárið 2009-2010.

Hefur þú áhuga á að vinna með börnum, vera leiðbeinandi og fyrirmynd sem aðstoðar yngri, óreyndari aðila við að víkka sjóndeildarhringinn?

Framhaldsskólanemar taka að sér grunnskólabörn og eru jákvæðar fyrirmyndir fyrir barnið. Þeir verja þremur stundum á viku yfir skólaárið í samveru með einu grunnskólabarni á aldrinum 7-10 ára. Samverustundirnar eru skipulagðar í samvinnu við börnin. Árangurinn skilar sér til ykkar, barnanna sem að þið takið að ykkur og til samfélagsins í heild.

Námskeiðið er metið til 3. eininga fyrir vinnu og verkefnaskil.

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 8935065, og netfanginu asa@bhs.is eða vinatta@vinatta.is

Umsóknareyðublöð eru á heimasíðu verkefnisins www.vinatta.is


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira