Skólastarf í upphafi annar

3/9/2009

  • Beðið eftir töflubreytingu

Kennsla er komin á skrið eftir móttöku nýnema, annir við töflubreytingar og rýmingu skólans vegna sprengjuhótunar.

Fjöldi nemenda í dagskóla er 1163. Þar af eru 53 í kvöldskóla, 51 í síðdegisnámi og 166 í dreifnámi. Samtals gerir þetta 1433 nemendur. Nýnemar fæddir 1993 eru 270. Hópar eru helst til fjölmennir en okkur er gert að hafa þá eins þétta og unnt er í hagræðingarskyni.

70 nemendur sem voru í dagskóla á síðustu önn hurfu alveg frá námi sem gerir um 7,1% brottfall að meðaltali en í  einstökum áföngum fór hlutfallið upp í 15%. Sífellt er leitað leiða til minnka brottfall og styðja nemendur svo þeir geti haldið áfram námi.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira