Upplýsingavefur um inflúensu

1/9/2009

  • Inflúensa

Vefsvæðið http://www.influensa.is/ er ætlað til fræðslu og upplýsingagjafar fyrir almenning og fagaðila um árlega inflúensu, fuglainflúensu og heimsfaraldur inflúensu. Vefsvæðið er samvinnuverkefni sóttvarnalæknis, almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, Matvælastofnunar og Umhverfisstofnunar.

Á þessu vefsvæði er að finna allar nýjustu og bestu upplýsingar er tengjast svínaflensunni og eru nemendur og forráðamenn hvattir til að skoða vefinn.

Vegna yfirvofandi heimsfaraldurs inflúensu hefur verið unnin viðbragsáætlun fyrir skólann. 

Nemendur og foreldrar/forráðamenn eru beðnir um að taka fram þegar veikindi eru tilkynnt ef grunur leikur á að um H1N1 inflúensu (svínaflensu) sé að ræða.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira