Þýskukennarar í Borgarholtsskóla

19/8/2009

  • Þýskukennarar

Gerður var góður rómur að tveggja daga námskeiði fyrir þýskukennara hér á landi sem fram fór dagana 13. og 14. ágúst hér í skólanum. Fjallað var um stöðvavinnu og unglingamenningu í Þýskalandi. Eins og mörgum er kunnugt tekur Borgarholtsskóli þátt í samstarfsverkefninu PASCH (http://www.pasch-net.de/) í samvinnu við Goethe-Institut. Stofnað er til verkefnisins af utanríkisráðuneyti Þýskalands til eflingar þýskunáms og þýskukennslu. Námskeiðið er afrakstur samstarfsverkefnisins í samvinnu við félag þýskukennara. Leiðbeinandi var Evelyn Schulze frá Goethe-Institut. Þátttakendur voru sammála um að mikill fengur hefði verið að komu hennar. Fleiri námskeið eru í farvatninu.

Evelyn Schulze leiðbeinandi


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira