Teiknimynda-workshop í Eistlandi

23/6/2009

  • Þægileg stund við vatnið

Listnámsbraut Borgarholtsskóla tekur nú þátt í Leonardo verkefni sem heitir „Sampo". 4 nemendur frá skólanum fóru til Eistlands 8. júní ásamt kennurum á teiknimyndavinnustofu (workshop).  Í desember  koma nemendur frá Eislandi og Finnlandi til Íslands og síðan líkur verkefninu í Finnlandi vorið 2010.

Tveir kennarar frá Borgarholtsskóla vinna í þessu verkefni en það eru Hákon Már Oddsson og Kristveig Halldórsdóttir.
Nemendurnir sem voru valdir til að fara í ferðina eru: Andrea Arnarsdóttir, Bára Ösp Kristgeirsdóttir, Hörður Björnsson og Samúel Þór Smárason. Ferðin gekk mjög vel en hópurinn kom heim 19. júní.

Hér er tengill á frétt um okkar nemendur sem birtist í vefriti í Tartu.

Þátttakendur í teiknimyndavinnustofu

Unnið undir beru lofti

Hópvinna


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira