Styrkur til stúdents

18/6/2009

  • Afreksnemendur

Umsóknir um styrkina voru 119. Alls voru veittir 11 styrkir að þessu sinni og féllu þeir í skaut nemenda úr átta framhaldsskólum sem hyggja á nám á níu ólíkum námsleiðum innan háskólans. Styrkupphæðin er kr. 300.000 auk þess sem styrkþegar fá felld niður 45.000 kr. innritunargjöld. Styrkþegar voru valdir eftir frammistöðu á stúdentsprófi, þátttöku í félagslífi og árangri á öðrum sviðum, s.s. listum og íþróttum.

Stefanía, sem lauk stúdentsprófi sínu á einungis þremur árum, var dúx skólans í vor með meðaleinkunnina 9,61. Hún hyggur á nám í rafmagnsverkfræði. Með námi keppti Stefanía í frjálsum íþróttum og lagði stund á tónlistarnám.

Sjá nánar á vef HÍ þaðan sem meðfylgjandi mynd er tekin. Stefanía er ekki með á myndinni.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira