Norðurlandameistarar í körfubolta

26/5/2009

  • Körfuboltahópur

Fjórir  nemendur úr Borgarholtsskóla voru í U-18 ára landsliði Íslands sem varð Norðurlandameistari í körfubolta á dögunum.  Liðið sigraði Finna í úrslitaleik mótsins 78:69. Þetta sama íslenska lið vann einnig Finna í úrslitaleik U-16 ára landsliða fyrir tveimur árum.

Nemendurnir, Haukur Pálsson, Ægir Þór Steinarsson, Arnþór Freyr Guðmundsson, Tómas H. Tómasson og Björn Ingvi Tyler Björnsson eru allir á afrekssviði Borgarholtsskóla í körfubolta. Haukur var að auki valinn besti leikmaður mótsins og var einnig í fimm manna úrvalsliði úrvalsliði mótsins ásamt Ægi Þór.

Haukur PálssonMyndin er af Hauki Pálssyni nemanda Borgarholtsskóla og besta leikmanni Norðurlandamótsins. Fengin af mbl.is

Íris Björk Eysteinsdóttir, íþróttakennari.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira