Norðurlandameistarar í körfubolta
Fjórir nemendur úr Borgarholtsskóla voru í U-18 ára landsliði Íslands sem varð Norðurlandameistari í körfubolta á dögunum. Liðið sigraði Finna í úrslitaleik mótsins 78:69. Þetta sama íslenska lið vann einnig Finna í úrslitaleik U-16 ára landsliða fyrir tveimur árum.
Nemendurnir, Haukur Pálsson, Ægir Þór Steinarsson, Arnþór Freyr Guðmundsson, Tómas H. Tómasson og Björn Ingvi Tyler Björnsson eru allir á afrekssviði Borgarholtsskóla í körfubolta. Haukur var að auki valinn besti leikmaður mótsins og var einnig í fimm manna úrvalsliði úrvalsliði mótsins ásamt Ægi Þór.
Myndin er af Hauki Pálssyni nemanda Borgarholtsskóla og besta leikmanni Norðurlandamótsins. Fengin af mbl.is
Íris Björk Eysteinsdóttir, íþróttakennari.