Útskrift og skólaslit vorið 2009

24/5/2009

  • Ari útskrifar nemendur úr listnámi


Nýútskrifaðir stúdentar setja upp hvíta kollaÍ ræðu sinni til útskriftarnema gerði Ólafur Sigurðsson skólameistari hugtakið traust að umtalsefni. Sagði hann m.a. að traust væri í því fólgið að bregðast ekki þegar á reynir og að traust væri eitthvað sem væri áunnið. Því þyrfti fólk að sýna að það væri traustsins vert og jafnframt að gera sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir því að á það er treyst. Stór og smá samfélög þrífast best þegar almennur skilningur á þeirri ábyrgð er til staðar. Þakkaði skólameistari útskriftarnemum fyrir þá ábyrgðarkennd sem þeir hafa sýnt, en hún birtist í orðspori Borgarholtsskóla og því trausti sem skólinn nýtur í samfélaginu.

Rauðir kollarHefð er fyrir því að bjóða gestaræðumönnum að ávarpa útskriftarefni. Að þessu sinni  var það SvafaGrönfeldt rektor Háskólans í Reykjavík. Fyrir hönd útskriftarefna ávarpaði Einar Smárason af listnámsbraut samkomuna.

Um skeið hefur verið unnið að því að Borgarholtsskóli fái leyfi til að flagga grænfánanum, en til þess að svo mætti verða þurfti skólinn að stíga skrefin sjö í átt að bættri umgengni við umhverfið. Þau gleðitíðindi voru borin gestum útskriftarhátíðarinnar að markinu væri náð. Afhentu fulltrúar Landverndar skólanum fánann og að athöfninni lokinni blasti grænfáninn við útskrifuðum nemendum og gestum sem gengu út í sumarblíðuna.Útskrifaðir nemendurEinar Smárason


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira