Dimmisjón
Útskriftarnemar klæddir mörgæsabúningum mættu glaðir í skólann í morgun til að fagna væntanlegum námslokum. Starfsfólk skólans fékk rauða rós að gjöf og nemendur þökkuðu kennurum sínum fyrir leiðsögnina á undanförnum önnum. Nú er aðeins vika eftir af kennslu og síðan taka prófin við. Útskriftarhátíð verður svo laugardaginn 23. maí.