Dimmisjón

24/4/2009

  • Mörgæsir mæta á bókasafn

Útskriftarnemar klæddir mörgæsabúningum mættu glaðir í skólann í morgun til að fagna væntanlegum námslokum. Starfsfólk skólans fékk rauða rós að gjöf og nemendur þökkuðu kennurum sínum fyrir leiðsögnina á undanförnum önnum. Nú er aðeins vika eftir af kennslu og síðan taka prófin við. Útskriftarhátíð verður svo laugardaginn 23. maí.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira