Verðlaunaafhending fyrir þýskuþraut 2009

24/4/2009

  • Verðlaunaafhending fyrir þýskuþraut

Sumardaginn fyrsta er venja að veita verðlaun fyrir þrjú efstu sætin og viðurkenningar öllum þeim sem lentu í 20 efstu sætunum. Athöfnin fór fram í bústað sendiherra Þýskalands Dr Karl-Ulrich Müller sem veitti verðlaun og viðurkenningar ásamt Rögnu Kemp formanni félags þýskukennara. Hafsteinn B. Einarsson lenti í þriðja sæti af 63 keppendum af öllu landinu sem er frábær árangur. Einnig var Ólafi Sigurðssyni afhentur skjöldur sem staðfestir opinberlega þátttöku skólans í PASCH verkefninu til eflingar þýsku um allan heim.Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira