Stærðfræðikeppni grunnskólanema
17. mars hélt Borgarholtsskóli sína fyrstu stærðfræðikeppni fyrir grunnskólanema. Keppnin var haldin í samvinnu við Flensborgarskóla í Hafnarfirði en kennarar þar sömdu verkefnin.
Að þessu sinni tóku 123 nemendur í 8.-10. bekk þátt í keppninni. Þeir komu úr Rimaskóla, Hamraskóla, Foldaskóla, Borgaskóla, Víkurskóla, Ingunnarskóla, Norðlingaskóla, Varmárskóla, Engjaskóla og Lágafellsskóla.
Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum aldursflokki. Fyrir þriðja sæti 5000 kr., annað sæti 10.000 kr. og fyrsta sæti 15.000 kr. Að auki gáfu Heimilistæki þessum nemendum vasareikna. Allir nemendur sem voru í einhverju af 10 efstu sætunum fengu viðurkenningarskjal. Auk þess gaf Landsbankinn öllum nemendum handklæði.
Í 8. bekk voru 52 þátttakendur og þar voru þessir nemendur í efstu sætum:
3. sæti: Hilmar Snær Einarsson, Rimaskóla.
2. sæti: Pétur Steinn Guðmundsson, Lágafellsskóla.
1. sæti: Unnur Mjöll Harðardóttir, Rimaskóla.
Í 9. bekk voru 30 þátttakendur og þar voru þessir nemendur í efstu sætum:
3. sæti: Gísli Tómas Guðjónsson, Norðlingaskóla.
2. sæti: Halldór Atlason, Borgaskóla.
1. sæti: Arnar Kári Sigurðsson, Foldaskóla.
Í 10. bekk voru 41 þátttakendur og þar voru þessir nemendur í efstu sætum:
3. sæti: María Gyða Pétursdóttir, Varmárskóla.
2. sæti: Unnar Freyr Erlendsson, Varmárskóla.
1. sæti: Sigurður Kári Árnason, Varmárskóla.
Borgarholtsskóli heldur keppnina til þess að auka veg stærðfræðinnar og til þess að glæða áhuga á henni. Auk þess er litið á keppnina sem lið í að auka samstarf skólans og grunnskólanna.
Á mynd með þessari frétt er hluti af verðlaunahöfum.