Gjöf frá Kælitæknifélagi Íslands
Baldur Jónasson formaður Kælitæknifélags Íslands hefur afhent Borgarholtsskóla ritið „Noget om køleteknik“ í tilefni af 20 ára afmæli félagsins. Þetta er tveggja binda verk á dönsku um kælitækni eftir Eigil Nielsen. Skólinn fékk tvö eintök af ritinu; annað settið fer til kennara á málm- og véltæknisviði og hitt á bókasafn skólans. Áfangi í kælitækni er skyldugrein í vélvirkjun.