Umhverfisdagur og grænfáninn
Dagana 20. og 21. apríl voru umhverfisdagar sem Kristinn Arnar umhverfisfulltrúi skipulagði ásamt nemendum í umhverfisnefnd. Meginþema daganna var sorp og úrgangur. Reynt var að vekja nemendur til umhugsunar um þessi mál með því að sleppa ræstingu í rúman dag. Ekki var hreinsað eða þrifið í skólanum (nema í neyðartilfellum) frá morgni mánudags fram að hádegi þriðjudags. Hreingerning hófst formlega í hádeginu með því að ræstingafólk byrjaði að þrífa í matsal nemenda.
Kynning var á endurvinnslumálum á sal í hádeginu báða dagana. Sýndar voru stuttmyndir sem nemendur í umherfisnefnd höfðu gert og sett upp veggspjöld um umhverfismál unnin af nemendum í umhverfisnefnd. Báða daga var nemendum og starfsmönnum gefinn kostur á að skrifa undir umhverfissáttmála BHS. Settar voru upplýsingar um endurvinnslu og umhverfismál á sýningartjald í matsal.
Á efstu myndinni með sjá Ólaf Sigurðsson skólameistara rita nafn sitt á umhverfissáttmálann.
Þann rúma dag sem ræstingastoppið stóð lögðust til 35 svartir fullir ruslapokar af rusli og 5 fullir pokar af dósum og flöskum. Hér fyrir neðan má sjá ástandið í matsalnum áður en ræsting hófst aftur.
Kristinn hefur nýlokið við umhverfisskýrslu um skólann og er nú sótt formlega um grænfánann.
Skýrsla umhverfisfulltrúa BHS skólaárið 2008-2009
Vefur Grænfánans http://www.landvernd.is/graenfaninn/