Gestir frá Finnlandi
Nordplussamstarf er á milli Finnlands, Eistlands, Danmerkur og Íslands á félags- og heilbrigðissviði. Þrír kennarar og sex nemendur frá verkmenntaskóla í Tampere í Finnlandi voru í heimsókn hjá félagsliðabraut í Borgarholtsskóla í vikunni. Þau heimsóttu nokkrar brautir skólans og einnig stofnanir í samfélaginu eins og Félag eldri borgara, Hjúkrunarheimilið Sóltún, Landakotsspítala og Heilsustofnunina í Hveragerði. Einnig var Fjölbrautarskólinn í Ármúla sóttur heim. Nemendur og tveir kennarar félagsliðabrautar fóru í ferð með þeim Gullna hringinn á fimmtudeginum og allir áttu góðan dag saman. Þau flugu síðan til Finnlands í morgun og voru þau mjög ánægð eftir góða dvöl á Íslandi.