Gestir frá Finnlandi

3/4/2009

  • Í Fjölbrautaskólanum við Ármúla

Nordplussamstarf er á milli Finnlands, Eistlands, Danmerkur og Íslands á félags- og heilbrigðissviði. Þrír kennarar og sex nemendur frá verkmenntaskóla í Tampere í Finnlandi voru í heimsókn hjá félagsliðabraut í Borgarholtsskóla í vikunni. Þau heimsóttu nokkrar brautir skólans og einnig stofnanir í samfélaginu eins og Félag eldri borgara, Hjúkrunarheimilið Sóltún, Landakotsspítala og Heilsustofnunina í Hveragerði. Einnig var Fjölbrautarskólinn í Ármúla sóttur heim. Nemendur og tveir kennarar félagsliðabrautar fóru í ferð með þeim Gullna hringinn á fimmtudeginum og allir áttu góðan dag saman. Þau flugu síðan til Finnlands í morgun og voru þau mjög ánægð eftir góða dvöl á Íslandi.

Hjá félagi eldri borgara

Góðir gestir

Hjá Guðrúnu á starfsbraut

 Birna með stafinn góða í Hveragerði

Við leirböðin í Hveragerði

Kennarar í Perlunni

Máta húfur í Eden Hveragerði

Við Gullfoss

 


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira