Nemandi úr fjölmiðlatækni vinnur til NYC Emmy verðlauna
Hermann Hermannsson fyrrverandi nemandi okkar í fjölmiðlatækni vann 29. mars sl. til merkilegra verðlauna í New York. Fyrirtækið East Pleasant sem hann vinnur hjá vann allar 5 NYC Emmys tilnefningarnar fyrir NYC Soundtracks. Hermann vann að einu verkefninu og fékk styttu að launum. Athöfnin fór fram á Marriot hótelinu á Times Square. Eins og nafnið gefur til kynna er sá munur á klassísku Emmy-verðlaununum og NYC að þau síðarnefndu einbeita sér að New York borg.
Þessi glæsilega stytta í fullri stærð.
Frásögn Hermanns um þennan atburð má lesa á bloggsíðu hans
hermannhermannhermann.blogspot.com/