Þýskuþraut

30/3/2009

  • Hafsteinn Einarsson

Nemendur úr Borgarholtsskóla tóku í fyrsta sinn þátt í þýskuþraut sem er árlegur viðburður meðal  framhaldsskólanema, en þar reyna þeir með sér við alls kyns skriflegar þrautir og hlustun.

Alls tóku 69 framhaldsskólanemendur af öllu landinu þátt.

Hafsteinn B. Einarsson stóð sig stórkostlega og náði 3ja sæti. Hann hlýtur að launum boð um dvöl í Eurocamp.

Fyrstu þrír fá boð um fara á námskeið í Þýskalandi. Þar sem Hafsteinn er orðinn 19 ára, er honum boðið að taka þátt í verkefni með eldri nemendum, þar sem leysa þarf ýmis verkefni um leið og glímt er við þýskuna.  Við óskum honum hjartanlega til hamingju með frábæran árangur!

Verðlaunin og viðurkenningar til efstu 21 verða síðan veitt í móttöku sem félag þýskukennara og sendiráðið halda í apríl.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira