Opið hús 26. mars
Fimmtudaginn 26. mars var opið hús í skólanum milli kl. 17:00 og 19:30.
Þá var tekið á móti nemendum úr efstu bekkjum grunnskóla og forráðamönnum þeirra. Það var góð mæting en gestirnir fengu að kynnast námsframboði skólans, inntökuskilyrðum, aðstöðu fyrir nemendur, húsnæði, félagslífi o.fl.
Stjórnendur, kennarar og náms- og starfsráðgjafar voru á staðnum til skrafs og ráðagerða.
Auglýsing frá skólanum (pdf-skjal).