Ljóðakeppni í frönsku
Laugardaginn 21. mars taka þær Dagný Lára Guðmundsdóttir og Ellen Helga Steingrímsdóttir nemendur í Borgarholtsskóla þátt í árlegri ljóðakeppni framhaldsskólanema. Keppnin verður haldin í Borgarbókasafninu við Tryggvagötu á jarðhæð og byrjar kl. 13:00 en hún er samvinnuverkefni FFÍ, Alliance française og Sendiráðs Frakklands á Íslandi.
Keppendur semja sín eigin ljóð, prósa eða örsögur. Flutningur er frjáls, keppendur mega flytja þau á hefðbundinn hátt, syngja ljóðin með eða án undirleiks, rappa, slamma eða leika. Einnig mega þeir skreyta flutninginn með glærusýningu, myndbandi eða öðru.
Ljóðakeppnin fer fram í viku franskar tungu La semaine de la langue française 16. – 23. mars. Þema keppninnar í ár er „La ville“ þ.e. borgin í víðustu merkingu þess orðs.
Allir keppendur fá gjöf í viðurkenningarskyni fyrir þátttökuna en sá besti, að mati dómnefndar, fær vikuferð til Frakklands í verðlaun.
Við óskum þeim velgengni í keppninni!