Ritgerðarsamkeppni í ensku

13/3/2009

  • Merki Sameinuðu þjóðanna
Nú stendur yfir ritgerðarsamkeppni hjá nemendum í ENS203 þar sem ritgerðarefnið er Sameinuðu þjóðirnar. Verðlaunin eru einstaklega glæsileg, eða 2ja vikna ferð til Bandaríkjanna í byrjun júli nk. Verðlaunahafar munu hitta þar fyrir jafnaldra sína sem unnið hafa til þessarar ferðar eftir svipaða keppni og haldin er hér í skólanum. Saman taka verðlaunahafarnir þátt í mikilli dagskrá sem m.a. felur í sér heimsókn í aðalstöðvar Sameinuðu þjóðanna. Bakhjarl keppninnar er Oddfellowreglan á Íslandi en ein regludeild hennar gefur verðlaunin. Ákveðið hefur verið að framlengja skilafrestinn til 20. mars. Allar nánari upplýsingar gefa Ásta og Sólrún enskukennarar. Nemendur eru hvattir til að nota frídagana framundan og freista gæfunnar í ritgerðarsamkeppninni þar sem þessi glæsilegu verðlaun eru í boði.

Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira