Leonardo - nemendaskipti

13/3/2009

  • Gunnhildur og Ásrún

Nemendur á listnámsbraut í Borgarholtsskóla þær Ásrún og Gunnhildur eru nú í starfsnámi í Tartu í Eistlandi. Þær munu dvelja erlendis í 6 vikur og koma heim í lok mars. Þær hafa látið mjög vel af dvölinni og lært margt nýtt og skemmtileg í listaskólanum Tartu Art School.

Listnámsbraut BHS er með nokkur önnur járn í eldinum. Á döfinni er að velja nemendur í annað verkefni, „Sampo" þar sem 4 nemendur fara til Eislands í vor á teiknimyndavinnustofu (workshop) og síðan koma nemendur frá Eislandi og Finnlandi til Íslands í desember og síðan líkur verkefninu í Finnlandi vorið 2010.

Tveir kennarar frá Borgarholtsskóla vinna í þessu verkefni en það eru Hákon Már Oddsson og Kristveig Halldórsdóttir.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira