Nemandi fer til Palestínu

26/2/2009

  • Kristín Helga Magnúsdóttir

Það er ástæða til að segja frá því með miklu stolti að Kristín Helga Magnúsdóttir nemandi okkar og  forkona NFBHS hefur verið valin til ferðar til Palestínu á vegum Rauða krossins (úr stórum hópi umsækjenda). Tilgangur ferðarinnar er að kynnast aðbúnaði ungmenna í Palestínu með það að markmiði að kynna aðstæðurnar fyrir Íslendingum þegar heim er komið. Kristín Helga fer ásamt jafnaldra sínum, Gunnlaugi Braga. Ferðin mun taka níu daga og mun hópurinn hafa bækistöð í Jerúsalem. Félagarnir munu halda úti bloggi sem er á slóðinni www.palestinufarar.blog.is og þau munu líka verða í sambandi við „Bítið á Bylgjunni“ á hverjum morgni á meðan á ferðinni stendur (ef mögulegt er en það er háð tækni).  

Þetta er alþjóðaverkefni hjá Rauða krossinum og verða einnig tvö ungmenni frá Frakklandi, Danmörku og Ítalíu með í ferðinni. Þá verður gerður heimildaþáttur um ferðina. Það er ástæða til að hvetja ykkur til að fylgjast með þessari áhugaverðu ferð Kristínar Helgu (sem var kosin bjartasta vonin meðal nemenda skólans).


Merki Ungmennahreyfingar RKÍ


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira