Ótrúlegt útsýni í fjallgöngu

19/2/2009

  • Fjallgönguhópur

Nemendur í fjallgönguáfanga í Borgarholtsskóla hafa nú nýlokið göngum á Úlfarsfell og fjallið Þorbjörn við Bláa lónið. Bæði fjöllin voru klifin í ískulda og stillu og útsýnið var ótrúlegt. Á Úlfarsfelli skartaði borgin sínu fegursta á meðan fjallhringurinn og hafið nutu sín í kuldanum í útsýninu af Þorbirni.

Nemendur upplifa mikla sigurtilfinningu þegar þeir komast alla leið á toppinn ásamt vellíðuninni sem fylgir því að hreyfa sig. Á niðurleið af báðum fjöllum var svo hægt að kasta sér í snjóinn og renna sér á fullri ferð. Eftir gönguna á Þorbjörn héldu nemendur í Bláa lónið og létu þreytuna líða úr sér í heitu og notalegu vatninu.

Fjallgönguhópur á toppnum


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira