Skóhlífadagar og glæsiball

18/2/2009

  • Stigaljós
  • Á bókasafni

Dagana 11.-12. febrúar (miðvikudag og fimmtudag) voru svokallaðir skóhlífadagar í skólanum. Þá féll hefðbundin kennsla niður en nemendum gafst kostur á að sækja ýmis spennandi námskeið. Um 40 mismunandi atburðir voru í boði. Má þar nefna kertagerð, skíðaferð, fuglaljósmyndun og fleira. Vinsælast var að fara í jeppaferð og á skíði.

Á bókasafni
Skráning á námskeið/viðburði var í höndum nemendafélagsins en kennarar fylgdust með og skráðu mætingu þessa 2 daga á svokölluð danskort sem var síðan skilað til umsjónarkennara. Það var skyldumæting báða dagana. Á fimmtudagskvöldið var glæsiball og frí í skólanum daginn eftir. Hér fyrir neðan verður sagt frá nokkrum atburðum.

Heimsókn í Listasafn Reykjavíkur
Á þriðja tug nemenda mættu í Listasafn Reykjavíkur. Listfræðingur veitti leiðsögn um þær fjórar sýningar sem eru í safninu. Einnig var sett upp hópastarf sem hélt nemendum áhugasömum allan tímann. Þau völdu listaverk til að greina og segja frá og voru til mikils sóma fyrir skólann.

Jeppaferð
Úr jeppaferð
Það fóru um 100 manns á 40 jeppum í ferð á Mýrdalsjökul (Sólheimajökul).  Allir komust í snjó en samt mis mikið. Aðstoðarskólameistari var meðal fremstu manna en þeir fyrstu fóru í yfir 1000 metra hæð á nokkrum bílum.

Poolmót
Haldið var poolmót fyrir um 90 nemendur. Það var keppt um bikar og svo annað og þriðja sætið. Kristján Þór varð í fyrsta sæti og hlaut að launum glæsilegan bikar, Hlynur hreppti annað sætið og Steingrímur náði þriðja eftir jafnan leik við Árna sem varð í fjórða sæti.Biljarður verðlaunahafar

Klifur
Boðið var upp á einn fyrirlestur og tvo æfingatíma með vídeósamveru. Samtals tóku rúmlega 50 þátt, tóku á því og teygðu á eftir. Leiðbeinandinn gat ekki betur séð en að kveikt hafi verið í nokkrum framtíðariðkendum sem vonandi eiga eftir að njóta klifurs í framtíðinni.
Klifur

Glæsiball
Fimmtudagskvöldið 12. janúar var glæsiball í hátíðarsal skólans. Þetta er í sjöunda skiptið sem ballið er haldið í Borgarholtsskóla en það er að slálfsögðu vímulaus atburður. Nemendur mættu í sparifötum í skreyttan skólann og kennarar báru fram dýrindis máltíð. Boðið var upp á skemmtiatriði frá bæði nemendum og kennurum og síðan var hefðbundið ball.

Förðun
Nemendur þurftu einungis að greiða fyrir mat á ballinu og starfsmenn gáfu vinnu sína. Á matseðlinum var sveppsúpa eða humarsúpa, aðalrétturinn var gljáð kalkúnabringa og nautafillet með rjómalagaðri sveppasósu og á eftir var boðið upp á brownies með vanilluís.Sungið með Ragga Bjarna

Þorsteinn Guðmundsson var veislustjóri og meðal skemmtiatriða var Jeff Who?, leynigestur og glæsiballsmynd.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira