Erlendir kennaranemar

30/1/2009

  • Alena Demongeot, Anna Gebers og Katarzyna Bancerz
Kennaranemar frá sjö Evrópulöndum eru í nemendaskiptum á Íslandi í tengslum við Comeníusar-samstarfsverkefni átta háskóla í átta löndum sem allir mennta tungumálakennara. Löndin eru Austurríki, Danmörk, England, Frakkland, Ítalía, Litháen og Pólland, auk Íslands.
Verkefnið nefnist EUROPROF og hefur það tvíþætt markmið. Að safna gögnum um kennaramenntun og skólastarf í hinum ólíku löndum og kanna hvernig ungt fólk upplifir kennaramenntun í mismunandi menningu og um leið efla menningarvitund
verðandi kennara.
Einstakt við verkefnið er að nemar frá öllum þátttökuríkjunum eru á faraldsfæti á sama tíma og fá tækifæri til að kynnast innbyrðis í starfi og leik á meðan á nemendaskiptunum stendur. Kennaranemarnir kynna sér kennaramenntun við Háskóla Íslands, skólastarf og kennsluhætti í þeim framhaldsskólum sem eru sérstakir samstarfsskólar HÍ um menntun kennara, Borgarholtsskóla, FÁ, FG, MH og Kvennaskólanum.
Nemarnir sem hafa verið gestir  Borgarholtsskóla eru þær Alena Demongeot, Anna Gebers og Katarzyna Bancerz og eru frá Englandi, Austurríki og Póllandi
þar sem þær stunda nám við háskóla í kennslufræði erlendra tungumála.
Þær hafa tekið þátt í kennslu ensku, frönsku og þýsku og vakið mikla athygli.
Nemendur fylgjast með

Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira