Opnunarhátíð vegna samstarfs við Goethe stofnun

28/1/2009

  • Frá þýskuhátíð

27. janúar var því fagnað að samstarfsverkefni Borgarholtsskóla og Goethe stofnunar um nám og kennslu á þýsku væri hafið. Opnunarhátíðin tókst vel enda undir styrkri stjórn Bernd og Sigurborgar þýskukennara. Meðal gesta voru þýski sendiherrann Dr Karl-Ulrich Müller og fylgdarlið hans, forstöðumaður og starfsfólk Goethe stofnunar í Kaupmannahöfn. Einnig komu kennarar og nemendur úr þýskudeild og öðrum deildum Háskóla Íslands. Þýskukennarar úr öðrum skólum litu inn. Aðalþátttakendur voru þýskunemendur skólans.

Frá þýskuhátíð Frá þýskuhátíð Frá þýskuhátíð Frá þýskuhátíð Frá þýskuhátíð Frá þýskuhátíð

Framlag nemenda var meðal annars stuttur gamanleikur, kórsöngur og stutt frásögn eins nemanda um hvers vegna hann lærir þýsku. Allt fór þetta fram á þýsku. Auk þess var boðið upp á sýningu á graffitiljósmyndum frá Berlín og Reykjavík. Framsetningin var undir stjórn kennara í viðkomandi greinum enda er einn þáttur verkefnisins að samþætta nám og kennslu í þýsku við aðrar námsgreinar í skólanum. Eftir hádegi voru tvær vinnustofur í rappi, önnur fyrir nemendur og hin fyrir kennara. Báðar voru mjög vel sóttar. Tveir kunnir þýskir rapparar ásamt þýskum kennara höfðu umsjón með þeim og héldu uppi stanslausu fjöri.

Hægt er að skoða myndir frá rappvinnustofu nemenda á eftirfarandi slóð undir liðnum Schülerworkshop http://www.musicisthelanguage.co.nz/Island/index.htm

Roger rappari bloggar um heimsóknina til Íslands og birtir myndir frá skólanum á þessum síðum:
http://rogerrekless.com/?p=270
http://demreklessseinebilder.rogerrekless.com/#4.63

Það er heiður fyrir skólann að vera valinn til þessa samstarfs þar sem þetta er eini skólinn á Íslandi sem tekur þátt. Verkefnið er til 3ja ára, nefnist PASCH og er í tengslum við Goethe – Institut og fjöldann allan af skólum um víða veröld. Tilgangurinn er að efla þýsku og samþættingu við aðrar námsgreinar. 

Frá þýskuhátíð
Ólafur Sigurðsson, skólameistari og Ursula Kreher fulltrúi Goethe Institut undrrita samning um samstarf.

Stofnað var til verkefnisins „Schulen: Partner der Zukunft“ af utanríkisráðherra Þýskalands Frank Walter Steinmeier. Það samanstendur nú af neti 868 samstarfsskóla í 105 löndum. Frekari upplýsingar er að finna á http://www.pasch-net.de.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira