Gettu betur
Borgarholtsskóli vann nauman sigur 33-28 á Menntaskólanum í Kópavogi í beinni sjónvarpsútsendingu laugardagskvöldið 7. mars. Þar með var skólinn kominn í 4 liða úrslit í spurningakeppni framhaldsskólanna og mætti Menntaskólanum í Reykjavík (MR) laugardagskvöldið 28. mars. MR vann viðureignina 37-26 en strákarnir eiga hrós skilið fyrir að komast svo langt í keppninni.
Viðureignir í fyrri umferðum voru á móti Menntaskólanum á Ísafirði og Verkmenntaskóla Austurlands.
Skólinn tefldi fram sama liði og í fyrra en það skipa þeir Hafsteinn, Einar og Sturla. Sigurður Árni sögukennari sér um þjálfun liðsins.