Um 1500 nemendur skráðir í skólann

12/1/2009

  • Í málmskála

Borgarholtsskóli fer vel af stað eftir jólafrí og er gríðarleg aðsókn í skólann en nemendur eru alls um 1540. Þannig eru um 1150 nemendur í dagskóla, um 190 í dreifnámi, um 50 í síðdegisnámi og um 40 í kvöldskóla auk dagskólanemenda sem nýta sér þann kost.

Nokkur þrengsli segja til sín í skólahúsnæðinu og eru allar skólastofur uppbókaðar til kl. 16:30 dag hvern. Afrekssvið í knattspyrnu, golfi og körfuknattleik nýtur mikilla vinsælda og eru nemendur stöðugt að bæta sig enda á þremur æfingum í viku í skólanum undir handleiðslu frábærra þjálfara. Þeir stunda einnig nám á bóknámsbrautum skólans.

Samkvæmt Ólafi Sigurðssyni skólameistara er stöðugt verið að bæta skólastarfið og framundan er vinna við aðlögun að nýjum framhaldsskólalögum.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira