Um 1500 nemendur skráðir í skólann
Borgarholtsskóli fer vel af stað eftir jólafrí og er gríðarleg aðsókn í skólann en nemendur eru alls um 1540. Þannig eru um 1150 nemendur í dagskóla, um 190 í dreifnámi, um 50 í síðdegisnámi og um 40 í kvöldskóla auk dagskólanemenda sem nýta sér þann kost.
Nokkur þrengsli segja til sín í skólahúsnæðinu og eru allar skólastofur uppbókaðar til kl. 16:30 dag hvern. Afrekssvið í knattspyrnu, golfi og körfuknattleik nýtur mikilla vinsælda og eru nemendur stöðugt að bæta sig enda á þremur æfingum í viku í skólanum undir handleiðslu frábærra þjálfara. Þeir stunda einnig nám á bóknámsbrautum skólans.
Samkvæmt Ólafi Sigurðssyni skólameistara er stöðugt verið að bæta skólastarfið og framundan er vinna við aðlögun að nýjum framhaldsskólalögum.