Samstarf við Goethe stofnun um að efla nám og kennslu í þýsku

20/12/2008

  • Þýski sendiherrann og Ólafur skólameistari

Borgarholtsskóli er kominn í samstarf við Goethe stofunun í Kaupmannahöfn um að efla þýskukennslu innan skólans og samþætta hana við fleiri greinar, m.a. listir (t.d. listasögu, kvikmyndun, ljósmyndun, prentun) og vonandi fleiri fög.

Stofnað var til verkefnisins „Schulen: Partner der Zukunft“ af utanríkisráðherra Þýskalands Frank Walter Steinmeier. Það samanstendur nú af neti 500 samstarfsskóla sem til stendur að stækka um aðra 500. Frekari upplýsingar um verkefnið er að finna á vefnum http://www.pasch-net.de

Til að byrja með er verkefnið til þriggja ára.  Tilgangur þess er að styðja kennara í því að efla þýskuáhuga meðal nemenda með raunverkefnum og að þýskan öðlist raunverulegan tilgang en sé ekki bara fag. Þann 27. janúar verður nokkurs konar opnunarhátíð. Meðal annars verður efnt til rapp námskeiðs á þýsku fyrir nemendur og þá kennara sem hafa áhuga.

Í febrúar munu Sigurborg Jónsdóttir þýskukennari og Ingibjörg Friðriksdóttir listnámskennari fara á námskeið um CLIL um samþættingu námsgreina; annars vegar um þýsku og list og hins vegar um þýsku og tónlist.

Skólinn fær  til umráða ýmis tæki  verkefnisins. Fyrr í þessari viku kom sendiherra Þýskalands Dr Karl-Ulrich Müller í heimsókn til að afhenda skólanum kvikmyndatökuvél en von er á fleiri tækjum.  

Þessi fyrstu skref í verkefninu gefa góð fyrirheit um áframhaldandi árangur.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira