Útskriftarhátíð

20/12/2008

  • Útskriftarhópur á haustönn 2008

Borgarholtsskóli er nú á sínu þrettánda starfsári og föstudaginn 19. desember útskrifuðust 94 nemendur af hinum ýmsu námsbrautum skólans í dagskóla, kvöldskóla, síðdegisnámi og dreifnámi.

Útskriftardagskráin var hefðbundin. Skólahljómsveit Mosfellsbæjar tók á móti gestum í anddyri með ljúfum tónum. Ólafur Sigurðsson skólameistari hóf svo formlega dagskrá með því að segja frá skólastarfinu. Í máli hans kom fram hve fjölbreytni Borgarholtsskóla er gríðarleg.  Þannig eru 6 mismunandi kennslusvið í bóknámi, starfsnámi og listnámi, auk almennra brauta og starfsbrautar. Innan hvers svið eru síðan 3-5 mismunandi námsbrautir þannig að námsleiðir eða brautir sem standa nemendum til boða eru rúmlega 20. Skólinn einsetur sér að hlúa vel að verknámi jafnt sem bóknámi.

Í haustbyrjun voru innritaðir nemendur í dagskóla um 1140 auk um 400 manns í annars konar námi við skólann. Þar er átt við kvöldskóla, síðdegisnám og dreifnám, sem er fjarnám með staðbundnum námslotum, og einnig grunnskólanemendur sem geta tekið áfanga bæði í málmiðngreinum og almennum bóklegum greinum. Að öllu samanlögðu innrituðust því rúmlega 1500 manns í nám af einhverju tagi við skólann á önninni og er skólinn því fullsetinn.

Sönghópur BorgarholtsskólaEftir inngangsorð skólameistara flutti sönghópur Borgarholtsskóla tvö lög. Þessu næst afhentu kennslustjórar nemendum skírteini um námslok og með fylgdi hyasinta í tilefni jólanna. Fjölmargir nemendur fengu verðlaun fyrir námsárangur. Þar má nefna að Inga Katrín D. Magnúsdóttir stúdent af félagsfræðabraut fékk verðlaun fyrir góðan árangur í íslensku, ensku, frönsku og sögu. Stefanía Fjóla Finnbogadóttir, Helen Svala Mayers og Jónína Kristín Jónsdóttir dreifnámsnemar  af félagsliðabraut fengu viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur. Inga Finnbogadóttir fékk viðurkenningu fyrir námsárangur í faggreinum fötlunar og Jónína Aðalbjörg Baldvinsdóttir fyrir faggreinar öldrunar. 

Ólafur Sigurðsson skólameistariÍ ávarpi til útskriftarnema fjallaði skólameistari um tvo hugsjónamenn; mannréttindafrömuðinn Martin Luther King og tónlistarmanninn John Lennon. Taldi hann að drauma þessara baráttumanna um jafnrétti, umburðarlyndi og náungakærleik ekki síður eiga við í dag en á síðustu öld. Skólameistari lagði áherslu á að vandann sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir um þessar mundir sé tímabundinn og full ástæða til bjartsýni um að næstu ár muni færa okkur nýja og betri tíma.

Að lokum hvatti Ólafur nemendur til að halda ekki aðeins áfram að efla bóklega og verklega kunnáttu sína heldur huga einnig að jákvæðum gildum í lífinu. Gildin séu þær hugmyndir sem hafi áhrif á hegðun okkar, stefnu og miði að hamingjuríkari framtíð.

Ávörp útskriftarnemenda voru tvö að þessu sinni en þau fluttu Helen Svala Mayers félagsliði úr dreifnámi og Inga Katrín D. Magnúsdóttir stúdent af félagsfræðabraut.

Verðlaunahafi í bíliðnum

Verðlaunahafi á félagsliðabraut

Verðlaunahafi í málmiðngreinum

Húfur komnar upp

Helen Mayers

Inga Katrín Magnúsdóttir

Útskriftarhópur á haustönn 2008


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira