Að virkja sjálfstæða hugsun nemenda

17/12/2008

  • Netla veftímarit um uppeldi og menntun

Haustið 2007 var ráðist í þróunarverkefni við Borgarholtsskóla þar sem nokkrir kennarar mynduðu samstarfshóp um starfendarannsóknir.

Ívar Rafn Jónsson sálfræðikennari tók þátt í þróunarverkefninu og rannsakaði kennslu sína í áfanganum sálfræði 253 sem er á félagsliðabraut. Hann gerði tilraun með að nota ýmsar kennsluaðferðir sem hann taldi vel fallnar til að virkja nemendur og vekja þá til umhugsunar um námsefnið. Í apríl 2008 var haldin ráðstefna í Borgarholtsskóla um starfendarannsóknir þar sem þessi rannsókn og fleiri voru kynntar.

ivar_r_jonssonNú hefur Ívar birt grein í tímaritinu Netlu sem er veftímarit um uppeldi og menntun. Í greininni segir hann frá þessari starfendarannsókn sem hann gerði með nemendum sínum í SÁL 253. Þar lýsir höfundurinn meðal annars hvernig hann brást við óvirkni, ósjálfstæði og áhugaleysi nemenda með því að nota kennsluaðferðir sem kveiktu áhuga nemenda og vöktu þá til umhugsunar um námsefnið. Hugmyndirnar sótti höfundur í ástralskan hugmyndabanka (PEEL) sem saman stendur af 1400 sögum úr kennslustundum.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira