Gjöf frá Toyota umboðinu

1/12/2008

  • Fulltrúar Toyota og Borgarholtsskóla
Toyota umboðið hefur styrkt bíliðnabraut skólans í mörg ár af miklum myndarskap. Til að undirstrika þann stuðning komu fulltrúar fyrirtækisins færandi hendi föstudaginn 28. nóv. sl. Þá var afhentur búnaður fyrir kennslu um rafkerfi bifreiða. Á meðfylgjandi mynd sem tekin var við þetta tækifæri eru frá vinstri Haraldur, Rúnar og Úlfar frá Toyota í Kópavogi og Ingibergur kennslustjóri og Ólafur skólameistari frá Borgarholtsskóla. 

Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira