Leiksýning – Óþelló Parkour
Óþelló Parkour sem er nútíma útgáfa af leikriti Shakespeare var frumsýnt í bílaskála skólans föstudaginn 7. nóvember. Fjórir strákar úr Borgarholtsskóla leika í sýningunni: Tómas Þórhallur, Davíð Már, Stefán Birnir og Tómas Orri. Nemendur í lífsleikni voru meðal þeirra sem fylgdust með leikritinu. Ívar Örn Sverrisson leikstjóri var ánægður með daginn:
Við erum ótrúlega hamingjusöm með fyrstu sýninguna okkar og okkur finnst viðtökurnar góðar, enda voru um nálægt 400 nemendur á fyrri sýningunni!!! Svaka stemmning. Ég vona að Shakespeare hafi gengið vel í þau í okkar útfærslu. Bíliðnaskálinn var bara eins og leikhús og smellpassaði fyrir konseptið.