Morfís ræðukeppni framhaldsskóla

18/11/2008

  • Morfís ræðukeppnin
Nú er Morfís ræðukeppni framhaldsskóla á fullu skriði. Liðið okkar vann FVA (Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi) í frægum heimaleik í 1. umferð og mætti MH (Menntaskólanum við Hamrahlíð) á föstudagskvöld. Það er ástæða til að vera stolt af bæði ræðuliði og nemendum í áhorfendahópi. Þau voru skólanum til mikils sóma. Liðið okkar stóð sig mjög vel og var okkar maður Þórður kosinn ræðumaður kvöldsins. Önnur af tveimur ræðum hans var í bundnu máli og flutt við undirspil tónlistar. Hann fékk 10 í einkunn fyrir alla þætti ræðu sinnar frá a.m.k. einum dómara. Því miður sigraði lið MH inga í þetta skiptið, naumlega þó. Umræðuefnið var "Lífið er tilgangslaust" og var Borgarholtsskóli andmælandi. Ræðilið okkar er það yngsta í keppninni en það skipa Valdimar Már Pétursson liðstjóri, Þórður Þorsteinsson frummælandi, Birta Baldursdóttir meðmælandi og Sigurður Heiðar Elíasson stuðningsmaður.

Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira