Herþjálfun í íþróttatíma
Nemendur á fyrsta ári í Borgarholtsskóla fá þessa vikuna að prófa sig í herþjálfun í Heilsuakademíunni í Egilshöll. Allir nemendur í upphafsáföngum íþrótta fá nú tækifæri til að prófa alveg nýja aðferð hreyfingar þar sem klifrað er yfir veggi, stokkið yfir kefli, skriðið undir net og hangið í klifurveggi svo eitthvað sé nefnt. Herþjálfunin reynir á þol, þrek og styrk, bæði líkamlegan og andlegan. Heragi ríkir á æfingum og þurfa nemendur að geta unnið saman sem eitt lið. Nemendur eru afar ánægðir með fjölbreytileikann og hafa tekið þessari kynningu sérlega vel.