Söngvakeppni starfsbrauta

4/11/2008

  • Söngvakeppni starfsbrauta
Árleg söngvakeppni starfsbrauta framhaldsskólanna var haldin í Verkmenntaskólanum á Akureyri 30. október. Starfsbraut Borgarholtsskóla tók að sjálfsögðu þátt og fór um 30 manna hópur norður á fimmtudagsmorgun með ABBA syrpu í farteskinu.
 
Skemmmtunin hófst með borðhaldi, að því loknu var söngvakeppnin og eftir að úrslit og verðlaunaafhendingu var ball fram yfir miðnætti. Heimkoma var í eftirmiðdaginn á föstudag.
 

Þetta var vel heppnuð ferð. Nemendur skemmtu sér mjög vel og atriði þeirra tókst með ágætum þó það hafi ekki gripið augu og eyru dómara. Skólinn sem vann kom frá Sauðarkróki, Fjölbrautarskóli Norðurlands - vestra. Það er númer eitt að hafa gaman af og það gerðu nemendur og starfsmenn brautarinnar.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira