Forsetinn í heimsókn

28/10/2008

  • Ólafur Ragnar Grímsson forseti

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, heimsótti okkur í morgun. Hann ávarpaði nemendur og starfsmenn í matsal skólans og var umræðuefnið nýliðnir atburðir í efnahagsmálum þjóðarinnar. Þrátt fyrir áfallið sagði hann okkur Íslendinga eiga auðlindir sem ættu eftir að reynast okkur vel á næstu árum. Þar væri um að ræða gjöful fiskimið, landbúnaðarafurðir, jarðorku, ferskt drykkjarvatn en síðast en ekki síðst mannauð landsins. Ólafur talaði einnig um þann þrótt og sóknarkraft sem býr í ungu fólki og hvatti hann nemendur til að nýta sér möguleika landsins í framtíðinni. Fjölmargir nemendur spurðu forsetann um skoðun hans á ýmsum málum og dagskráin stóð í um 45 mínútur..


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira