Hin hliðin á skóhlífadögum

2/3/2005

Fréttaritarar á skóhlífadögumSkóhlífadagar voru í skólanum 2. og 3. mars. Þá fellur hefðbundin kennsla niður en nemendur geta í staðinn valið úr fjölbreyttum námskeiðum, fyrirlestrum eða kynnisferðum. Hér fyrir neðan eru viðtöl og myndir sem nemendur tóku undir stjórn Ásdísar kennara.

Viðtöl

Við félagarnir byrjuðum á því að ganga hring í skólanum að leita okkur að einhverjum námskeiðum til þess að kynnast og skrifa um fyrir þig elskulegi lesandi.

Rope Yoga

Námskeið í rope jógaVið byrjuðum á því að fara í Rope Yoga. Þar voru því miður allir uppteknir og aðeins einn kennari þannig að við gátum ekki tekið neitt viðtal við neinn þar. Svo að næst fórum við á gítarnámskeið og ætluðum að spjalla við einhvern þar en þar vildi heldur enginn tala við okkur, sem sagt enginn vildi missa af þessu gullna tækifæri til að læra á gítar. En við létum þetta ekki tefja okkur og fórum að leita að fleiri námskeiðum, en það tókst víst ekki heldur þar. Þannig að við gáfumst bara upp á þessum námskeiðum og spjölluðum við káta gangfarendur (vegfarendur)...

Bóbó

Björn Þór KarlssonFyrstan hittum við hann Björn Þór Karlsson öðru nafni „Bóbó". Hann er í nýnemaráði og var í samkomusalnum okkar að gera tilbúið fyrir okkar glæsilega glæsiball. Hann er á almennri námsbraut 2 og er þar á fyrsta ári. Hann er svakalega góður söngvari og heldur uppi síðu sem ber titilinn www.bjornthor.com og þar má nálgast hans bestu smelli. Hann er víst oft spurður að því hvort að þessi lög hans séu bara grín eða hvort þetta sé fúlasta alvara. Hann segir að það sé bara bæði, þetta komi allt beint frá hjartanu. Hann segist samt ekki vera mikið villidýr í sér og er reyndar ekki mikill dýravinur heldur, aðallega vegna þess að hann er með ofnæmi fyrir mörgum dýrum. Hann er bara ósköp rólegur peyi. Hann er bogamaður í atjörnumerkjunum. Við spurðum hann hvort honum fyndist betra, lemonparty eða black-snake og hann sagði að honum þætti bara „bæði betra“. Þökkum honum fyrir gott viðtal.

Þórólfur (Tótó)Tótó

Næst á eftir hittum við mann að nafni Þórólfur öðru nafni „Tótó“. Hann vildi ekki gefa upp fullt nafn af einhverjum ástæðum. Áhugamál hans eru tölvur og fótbolti. Uppáhaldshljómsveitir hans eru Led Zeppelin og Metallica. Hann er piparsveinn á besta aldri, mjög rólegur og myndarlegur drengur. Hann er samt mikill dýravinur og þykir vænna um mömmu sína en allt annað í heiminum. Hann vildi nú samt ekki spjalla mikið lengur og kvaddi með fögrum örðum, „Pís“.

Addi

Arnór með 12 spora námskeiðAð lokum fengum við að kíkja aðeins á 12 spora námskeiðið hjá honum Adda sem haldið var fyrir stráka. Þó að við náðum ekki alveg nákvæmlega út á hvað þetta gekk þá var þetta mjög skemmtilegt. Eins og við skildum þetta var þetta svona kerfi sem maður getur notast við til þess að sjá hvort að maður hafi brugðist rétt við allskonar aðstæðum sem að geta pirrað mann.
Hann tók sem dæmi að ef maður færi með einhverjum í eitthvað partý sem lætur mann sjálfan líta illa út. Á maður þá að vera eitthvað pirraður út í hann eða er það kannski bara manni sjálfum að kenna? Það er að segja að hafa gert svona miklar kröfur til hans. Hafa eiginlega
ákveðið það fyrirfram að hann yrði töff í partýinu í staðinn fyrir að vera eins og kjáni. Kannski var hann bara alinn upp í sveit eða bara svolítið „slow“ Og þá er það bara manni sjálfum að kenna í staðinn fyrir honum, ekki satt?

Takk fyrir okkur. Ingi Davíð, Þorleifur Guðni og Finnbogi Karl.
P.s. 5 plúsar fyrir að lesa þessa grein!

Hin hliðin á Jóa …

Þegar við löbbuðum inní skyndihjálparstofuna en þar sátu menn sveittir og hlustuðu. Lyktin sem var þarna inni var algjör viðbjóður, menn voru alveg að drepast úr leiðindum, maður sá það alveg á þeim að þau hefðu borgað fyrir að fá að losna fyrr. En þetta er eitthvað sem ALLIR ættu að kunna.

Okkur tókst að draga út einn nemandann hann Jóa kallinn og við fengum nokkrar upplýsingar um hann. Hann heitir Jóhann Þór Hvanndal Svavarsson og er 16 ára, sem sagt 88 módel. Hann er í grunndeild málmiðna. Hann er meðalmaður, ekki stór og ekki lítill, með brúnt hár eins og sjá má. Hann er rólegur en skemmtilega hrekkjóttur. Honum fannst skyndihjálpin svæfandi og hann var löngu farinn að hugsa um var uppahaldsmatinn sinn , nautakjöt…

Jóhann SvavarssonÍ framhaldi af því spurðum við hann nokkurra persónulegra spurninga.

Uppáhalds hljómsveit?: In Flames
Nærbuxnastærð?: xxxxxL
Ertu einhleypur?: já
Hin fullkomna kona?: Stór brjóst, flottur rass (má svo sem vera skemmtileg)
Reykirðu?: já
Ertu prakkari?: já
Fréttaritarar á skóhlífadögumStundarðu íþróttir?: tja, einu sinni.

Svo sneri Jói hinni hliðinni að okkur og samtalinu var lokið.

Hlynur og Sigursteinn.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira