Fjallgönguhópur vekur athygli á Reykjanesi

27/10/2008

  • Gönguhópur

Fjallgönguáfanga (ÍÞR 4G1) lauk á föstudag með 13 km göngu þar sem nemendur gengu ásamt tveimur kennurum frá Fitjum í Njarðvík til Grindavíkur þar sem þeir fóru beint í Bláa lónið. Víkurfréttir mættu við upphaf göngunnar og birtu frétt um hópinn í vefútgáfu sinni.

Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur fjallgönguáfangi er í boði í Borgarholtsskóla og tókst hann með eindæmum vel en farið var í fjórar mismunandi göngur. Nemendur lentu í ýmsum ævintýrum allt frá því að fjúka næstum af einu fjalli yfir í göngu í logni, sól og einstakri birtu sem einungis finnst á Íslandi.

Nemendur voru hörkuduglegir og þurftu kennarar stundum að hafa sig alla við til að halda í við þá í fjallgöngunum. Ljóst er að þessi nýi áfangi er kominn til að vera í Borgarholtsskóla.

Á myndinni sjást Íris Björk og Halla Karen íþróttakennarar ásamt nemendum sínum.


 
Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira