Aðalfundur foreldrafélagsins - stofnfundur foreldraráðs

23/10/2008

Mánudaginn 20. október var haldinn aðalfundur foreldrafélags Borgarholtsskóla. Í framhaldi af honum var stofnfundur foreldraráðs.
 
Hlutverk foreldrafélags er að stuðla að auknum samskiptum foreldra og skólans, að styðja við starfsemi skólans og gæta hagsmuna nemenda og almennum skilyrðum þeirra til náms. Allir foreldrar geta tekið þátt í starfi félagsins.
 
Í lögum um framhaldsskóla frá árinu 2008, 50. grein, segir að í framhaldsskólum skuli starfa foreldraráð. Er það í samræmi við að sjálfræðisaldur ungmenna er 18 ár og þangað til bera forráðamenn ábyrgð á börnum sínum.
 
Meginverkefni foreldraráðs eru að styðja við skólastarf, efla tengsl forráðamanna ólögráða nemenda og skólans og huga að hagsmunamálum nemenda. Foreldraráð er að móta sér starfsreglur og verksvið.  
 Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira