Bíladagar
Nemendafélag skólans stóð fyrir bíladögum í síðustu viku. Slíkir dagar voru fyrst haldnir í fyrrahaust og verður þetta vonandi árviss atburður hjá nemendum. Dagskránni lauk með bílasýningu á bílastæði skólans á föstudag. Þar sýndu nemendur eigin mótorhjól og bíla. Gestum var einnig boðið upp á ýmislegt góðgæti.