Umhverfisvika
Þessa viku fer fram endurvinnsluvika framhaldskólanna. Markmiðið er að vekja nemendur og starfsfólk skólanna til umhugsunar um endurvinnslu og umhverfisvernd. Af þessu tilefni hafa verið settar endurvinnslutunnur á alla ganga skólans og söfnunarkassar fyrir gæðapappír í allar stofur. Leiðbeiningar eru á tunnum og kössum um hvað megi fara í þá. Nemendur í umhverfisnefnd skólans og úr ýmsum áföngum koma að þessu verki.
Nemendur eru hvattir til að taka þátt í þessu átaki með því að setja endurvinnanlegan úrgang í viðgeigandi söfnunarílát. Leiðbeiningar eru við ílátin um hvað má fara í þau. Vinsamlega setjið ekki annan úrgang í ílátin.
Kjörorðið er: Þú hefur heiminn í höndum þér!
Í lok vikunnar verður endurunnin úrgangur frá hverjum skóla vigtaður og fær sá skóli vegleg verðlaun sem stendur sig best.