Kynningarfundur fyrir foreldra nýnema
Árlegur kynningarfundur fyrir foreldra nýnema var haldinn miðvikudaginn 17. september kl. 18:00. Dagskráin hófst í sal þar sem skólameistari fjallaði um skólastarfið, fulltrúi nemendafélagsins sagði frá félagslífinu og rætt var um foreldrafélagið. Að því loknu tóku umsjónarkennarar nýnema á móti forráðamönnum sinna nemenda og þar gafst kostur á spurningum og umræðum. Um 120 foreldrar/forráðamenn mættu og vonum við að þeir hafi verið ánægðir með kynnin af vinnustað barnanna. Dagskrárlok voru um kl. 19:30.