Ljósavél afhent

7/5/2008

  • Ólafur skólameistari ræsir ljósavél

Föstudaginn 2. maí var formleg afhending á ljósavélinni sem Kaupþing gefur skólanum. Við það tækifæri var þeim aðilum sem hafa veitt málefninu stuðning, boðið til að vera viðstaddir afhendinguna; forsvarsmenn vélstjóra og málmtæknimanna, fulltrúar frá Véladeild Heklu og Hafási ehf. og að sjálfsögðu fulltrúi Kaupþings. Einnig voru viðstaddir fulltrúar frá atvinnulífinu, Iðunni, starfgreinaráði, sveinsprófsnefndir, kennarar og nemendur deildarinnar. Ólafur skólameistari tók við gjöfinni fyrir hönd skólans og ræsti síðan vélina, og viti menn hún fór í gang.

Við sama tækifæri var tölvustýrður rennibekkur tekinn í notkun.

Fulltrúar skólans og gefendur

Á myndinni eru fulltrúar skólans og gjefendur, talið frá vinstri: Magnús Magnússon framkvæmdarstj. VM,
Björn Benediktsson frá Hafási, Ásgeir Ingason fulltrúi Kaupþings, Karl Geirsson frá Heklu,
Ólafur Sigurðsson skólameistari, Páll Indriði Pálsson kennslustjóri og Hjálmar Baldursson kennari.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira