Þrír Íslandsmeistarar stunda nám við skólann

30/4/2008

  • Jón Ingvar Karlsson Brune Íslandsmeistari í standard dönsum

Þrír nemendur við skólann hafa náð Íslandsmeistaratitlum undanfarið.

Íslandsmót iðngreina 2008, 22ja ára og yngri, fór fram í Laugardalshöllinni 18.-19. apríl. Birkir Sigursveinsson varð Íslandsmeistari í bifvélavirkjun og Gunnar Örn Jónsson í bílamálun. Þrír bílamálarar úr BHS fóru á mótið: Ásgeir Matti Birgisson, Gunnar Örn Jónsson og Þorbjörn Heiðar Heiðarsson. Hér fyrir neðan má sjá verðlaunaverkefni Birkis og Gunnars en Gunnar er einnig lengst til hægri á neðstu myndinni. Hægt er að lesa meira á vef mótsins.

Jón Ingvar Karlsson Brune varð í 1. sæti í standard dönsum og í 4. sæti í latin dönsum á Íslandsmeistaramóti í samkvæmisdönsum grunnsporum helgina 3.-4. maí. Jón Ingi er nemi í bifvélavirkjun við skólann en Elísabet Bjarnadóttir nemandi í MH dansaði með honum í Laugardalshöll. Vefur Dansíþróttasambands Íslands.

Til hamingju!

Verki Gunnars Arnar í airbruch Birkir Sigursveinsson Íslandsmeistari í bifvélavirkjun

Gunnar Örn er lengst til hægri á myndinni


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira