Fréttir frá málm- og véltæknideild

30/4/2008

  • Páll Indriði og Björn Thoroddsen

Kennarar í málm- og véltæknideild hafa verið á ferð og flugi undanfarið.

MACH2008
Kennara í málmdeild fóru á mikla véla- og tækjasýningu MACH2008 sem var haldin í Birmingham á Englandi í síðustu viku. Það hefur verið stefna deildarinnar að sækja slíkar sýningar öðru hvoru, en fyrir um fjórum árum var farið á sýningu í Danmörku. Á þessum sýningum sjá kennaranir það nýjasta sem er að þróast á þessum markaði í dag.

Comeniusar fundur
Aðalsteinn Ómarsson fór á „Train for Europe“ fund til Ítalíu 15. til 21. apríl sl. Þetta er annar fundurinn í verkefninu af fjórum. Verkefnið er komið vel af stað og er Borgarholtskóli ábyrgur fyrir hönnun á lestarsporunum auk þess að vinna að hönnun og smíði á sínum eigin vagni. Í haust verður síðan haldið áfram í vinnu með nemendum en verkefninu lýkur í apríl 2009.

Af þrekraunum og hugðarefnum kennara
Páll Indriði Pálsson flaug draumaflugið um síðustu helgi. Hann ásamt Birni Thoroddsen fyrrverandi flugstjóra ferjuflaug rússneskri flugvél Yak-11 frá Cambridge í Englandi til Íslands. Flugvélin er smíðuð rétt eftir seinna stríð og flokkast undir svokkallaðar „War Bird“ flugvélar, tveggja sæta með 700 hestafla stjörnumótor. Flogið var í tveimur áföngum, Cambridge til Wick í norður Skotlandi, þaðan frá Wick til Egilsstaða og síðan til Akureyrar. Flugið yfir hafið tók 2 klst. og 50 mínútur.

 

Kennarahópurinn
Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira