Heimsókn í Grundarfjörð
Bóknámskennarar fóru í kynnisferð til Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði 23. apríl. Hópurinn fékk sérlega ánægjulegar móttökur hjá Guðbjörgu Aðalbergsdóttur skólameistara og starfsfólki skólans og var heimsóknin fróðleg og upplýsandi. Á heimleiðinni var ekið að Hellnum og gengið yfir hraunið að Arnarstapa þar sem meðfylgjandi mynd er tekin. Alls fóru 28 kennarar í ferðina og er óhætt að segja að mikil ánægja hafi verið með hana og þetta líka fína veður.