Stuttmyndin Konfektkassinn frumsýnd

28/4/2008

  • Konfektkassinn

Stuttmyndin Konfektkassinn eftir Guðrúnu Ragnarsdóttur listgreinakennara hér við skólann var frumsýnd í Háskólabíói á sumardaginn fyrsta 24. apríl. Myndin er 40 mín. löng og var frumsýningin opin öllum. Með aðalhlutverk fer Anna Rakel Róbertsdóttir dóttir Guðrúnar, framleiðendur eru Brynhildur Birgisdóttir og Guðrún Ragnarsdóttir, Ásta Björk Ríkharðsdóttir sér um leikmynd og búninga, Rósa Birgitta Ísfeld gerir tónlist og Sigurbjörg Jónsdóttir annast klippingu. Við óskum Guðrúnu til hamingju myndina.
Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira