Afreksíþróttir í Borgarholtsskóla - NÝTT

15/4/2008

Frá og með haustönn 2008 verður boðið upp á afreksíþróttasvið í knattspyrnu, körfuknattleik og golfi í Borgarholtsskóla. Nemendur á afreksíþróttasviði geta stundað nám á hvaða bóknámsbraut skólans sem er.

Afreksíþróttaáfangi er fyrir nemendur sem vilja stunda sína íþrótt með álagi afreksmanna samhliða bóknámi. Afreksíþróttaáfangi er fjórar einingar á önn.

Kennslufyrirkomulag
Nemendur fá þrjár æfingar á viku á skólatíma. Auk þess er eitt helgarnámskeið á hverri önn þar sem lögð er áhersla á ýmsar stoðgreinar sem nýtast afreksíþróttafólki.

Kennslustaðir
Knattspyrna: Egilshöll
Körfuknattleikur: Íþróttahús Fjölnis, Dalhúsum
Golf: Korpúlfstaðavöllur – Básar
Auk þess fá nemendur aðgang að World Class í Spöng.

Kröfur til nemenda

  • hafi stundað íþrótt sína í nokkur ár og verið virkur iðkandi í íþróttafélagi
  • hafi staðist grunnskólapróf
  • sé vímuefnalaus íþróttamaður
  • geti tileinkað sér hugarfar og lífsstíl afreksíþróttamanns
  • standist eðlilega námsframvindu og ljúki u.þ.b. 15- 19 einingum á önn
  • hafi a.m.k. 95% skólasókn

Efnisgjald fyrir afreksíþróttaáfanga er kr. 25.000 á haustönn 2008, til viðbótar við önnur skólagjöld.

Umsóknareyðublað (pd-skjal) fyrir þá sem vilja sækja um afreksíþróttaáfanga í Borgarholtsskóla. Einnig er hægt að nálgast eyðublaðið á skrifstofu skólans.   

Nemendur þurfa að prenta út eyðublaðið, fylla það út og skila á skrifstofu Borgarholtsskóla í síðasta lagi 11. júní n.k. Ekki er hægt að sækja um afreksíþróttanámið rafrænt.

Upplýsingablað - þjálfarar o.fl. (word-skjal).

Allar nánari upplýsingar veitir
Bjarni Jóhannsson
Verkefnisstjóri afreksíþrótta BHS
Sími 896 8566
bjarni@bhs.is


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira